30/10/2024

Meðalaldur frambjóðenda

Í frétt á www.visir.is kemur fram að meðalaldur frambjóðenda við komandi sveitarstjórnakosningar sé 43 ár og er yngsti frambjóðandinn á landinu nýorðinn 18 ára en sá elsti er 92 ára. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is reiknaði til gamans út meðalaldur frambjóðenda í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum og kom í ljós að hann er sá sami og landsmeðaltalið eða rúm 43 ár. Dálítill munur er þó á listunum tveimur því meðalaldurinn á H-listanum er tæp 47 ár, en meðalaldur á J-listanum er nákvæmlega 40 ár.

Elsti og yngsti frambjóðandinn í Hólmavíkur- og Broddaneshreppum eru báðir á J-listanum, Valdemar Guðmundsson sem er 61 árs er elstur og Ingibjörg Emilsdóttir sem er 30 ára er yngst.