15/01/2025

Með táning í tölvunni sýnt í kvöld

Fjórða sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Með táning í tölvunni verður í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, laugardaginn 7. maí. Hefst sýningin kl. 20:00. Fádæma góð aðsókn hefur verið á leikritið sem er sprellfjörugur farsi eftir Ray Cooney. Arnar S. Jónsson sá um leikstjórnina. Verður leikritið síðan sýnt einu sinni enn á Hólmavík þann 21. maí, en einnig verður farið í leikferð um Vestfirði í júní og sýnt á Patreksfirði, Þingeyri, Bolungarvík og í Trékyllisvík. Leikfélag Hólmavíkur átti á dögunum 30 ára afmæli.