05/10/2024

Með inflúenssprautur (H1N1) í þæfingi í Árneshreppi

Ljósm. Jón G.G.Frá því er sagt á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is að læknirinn á Hólmavík lenti í brasi vegna ófærðar í Árneshreppi í dag. Fór hann norður í Árneshrepp með inflúensusprautur (H1N1) fyrir 10 manns sem eru í forgangshópi. Læknisbíllinn sat fastur á Kjörvogshlíðinni, en Björn Torfason á Melum kom á móti til að draga hann í gegnum snjóinn. Snjór er niður að sjó í Árneshreppi og þungfært var norður í dag, auk þess sem snjór og krapi var á veginum innansveitar.