22/12/2024

Marsvín í Trékyllisvík?

Yfir 20 dýrahræ hefur rekið á fjörur í Trékyllisvík á Ströndum og er sagt frá þessu og birtar myndir á vef Ríkisútvarpsins. Heimafólk á Finnbogastöðum telur að um sé að ræða marsvínskálfa og dregur þá ályktun af mælingum á hræjunum og athuganir á tönnum. Marsvín eru iðulega í stórum vöðum á úthafinu og koma á grynnri sjó á sumrin, aðallega í tengslum við göngur smokkfiska.