14/11/2024

Margrét Eir með jólatónleika á Hólmavík

Margrét Eir kemur til Hólmavíkur föstudaginn 16. desember og heldur jólatónleika í Hólmavíkurkirkju. Hefjast þeir kl. 20:00 og eru Kór Hólmavíkurkirkju og Viðar Guðmundsson sérstakir gestir á tónleikunum. Hljóðfæraleikarar með Margréti Eir eru Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson. Ekki er vafi að jólastemmningin mætir til leiks með hugljúfum tónum í kirkjunni í kvöld. Miðaverð er kr. 3.500.- og greitt við innganginn.