Mannbjörg varð í gær þegar þriggja metra skemmtibát úr áli hvolfdi í Fremra-Selvatni á fjallinu ofan og utan við bæinn Hörgshlíð í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp í gær. Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði voru fimm í bátnum. Óttast var um einn mannanna, sem var kaldur og hrakinn eftir að hafa svamlað lengi í vatninu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann á sjúkrahúsið á Ísafirði, þar sem hann fékk meðferð vegna ofkælingar. Frá þessu er sagt á rúv.is, en björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var meðal þeirra sveita sem kölluð var á vettvang eins og fram kemur á vef hennar.
Hörgshlíð í Mjóafirði (ef ritstjóri er að rugla saman stöðum eru kunnugir vinsamlegast beðnir að leiðrétta)