07/10/2024

Mámskeið um sálræna skyndihjálp

Rauði krossinn, Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík og Björgunarsveitin Dagrenning auglýsa námskeið í sálrænum stuðningi þann 20. mars frá kl. 12.00-16.00. Námskeiðið verður haldið í Rósubúð, húsakynnum björgunarsveitarinnar  að Höfðagötu 9 og er  opið öllum án endurgjalds. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er gagnlegt fyrir almenning, starfsmannahópa, starfsfólk með mannaforráð og sjálfboðaliða Rauða kross Íslands.

Lengd: 4 klukkustundir (6 kennslustundir)
Markmið: Að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.
Viðfangsefni:
Hvað er áfall?
Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
Sálræn skyndihjálp
Sjálfsrýni – hvað get ég gert?
Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks
Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið
Mismunandi tegundir áfalla
Áhrif streitu á einstaklinginn
Sorg og sorgarferlið

Fræðsluefni: Sálræn skyndihjálp. Þegar lífið er erfitt. Sálrænn stuðningur – viðbrögð og bjargir Útgefandi fræðsluefnis: Rauði kross Íslands.
Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 16 ára eða eldri.
Námsmat: Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf.
Viðurkenning: Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til Gunnars Melsted fyrir föstudaginn 19. mars í síma 690-3904 eða á netfangið gmelsted@mi.is.