22/12/2024

Malbikunarstöð á Hólmavík

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas áformar að vera með malbikunarflokk á Hólmavík frá 18. júlí og er áætlað að stöðin verði á staðnum um það bil fimm daga. Malbikunarstöðin gerir föst verðtilboð í plön af öllum stærðum og eru þeir sem áhuga hafa vinsamlegast beðnir að hafa samband við Eyþór (staðarstjóra) í síma 892-5187 eða senda tölvupóst á  gunnarer@colas.is. Starfsmenn fyrirtækisins munu verða á svæðinu til ráðleggingar nokkrum dögum áður og skulu þeir sem vilja fá góð ráð hafa samband við sömu aðila.