22/11/2024

Malbik í molum

Grjótkast Talsverðar skemmdir hafa orðið á bundnu slitlagi í nágrenni Hólmavíkur síðasta sólarhringinn. Veður hefur verið einstaklega gott og þíðan hefur haft þau áhrif á veginn að það hefur brotnað upp úr malbikinu – enda eru vegir á Ströndum ekki byggðir fyrir þá miklu þungaflutninga sem um þá fara. Vegagerðarmenn eru á ferðinni að skafa brotin út af veginum og lagfæra holurnar sem eru víða nokkuð stórar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Arnar S. Jónsson – fór víðs vegar og smellti af fáeinum myndum af skemmdunum.

 

bottom

1

Ljósm. – Arnar S. Jónsson