30/10/2024

Malarkaffi á Drangsnesi með veisluborð næsta laugardag

Malarkaffi á DrangsnesiHinn glæsilegi og nýi veitingastaður á Drangsnesi, Malarkaffi, býður til mikillar veislu næstkomandi laugardagskvöld, þann 4. ágúst.  Boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð með áherslu á heimafengið hráefni og villt krydd þar sem blandað er saman hefðbundinni íslenskri matarhefð og tilraunamennsku. Malarkaffi stendur við Kerlinguna á Drangsnesi með glæsilegu útsýni yfir Grímsey, perlu Steingrímsfjarðar. Matseðil kvöldsins er hægt að sjá hér að neðan en panta þarf borð fyrir fimmtudaginn 2. ágúst í síma 451 3238.

Forréttur:
Saltfiskur frá Drangsnesi í austurlenskum búningi

Aðalréttur:
Lundi úr Grímsey í berjasósu
Marineraðar lundabringur í berjasósu borið fram með blóðbergskrydduðum kartöflubátum, steiktu grænmeti og fersku hrásalati með íslensku villiívafi.
Lambakjöt
Birki- og blóðbergskryddað lambakjöt í villisósu borið fram með bökuðum hvítlaukskartöflum, steiktu grænmeti og fersku hrásalati með íslensku villiívafi.

Eftirréttur:
Bláberja- og rabrabarapæ með ís og rjóma.

Húsið opnar klukkan 18:00 og verð fyrir herlegheitin er aðeins krónur 3.800.