23/12/2024

Makalaus sambúð á Hólmavík

645-makalaus
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Makalaus sambúð eftir Neil Simon í þýðingu og leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar, föstudaginn 15. mars kl. 19.00, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Alls taka átta leikarar og stór hópur aðstoðarfólks þátt í verkefninu að þessu sinni. Leikfélagið stefnir að sýningarhaldi á fleiri stöðum en það mun koma betur í ljós síðar. Næstu sýningar verða mánudaginn 18. mars kl. 21.00, föstudaginn 22. mars kl 20.00 og á páskadag 31. mars  kl. 20.00. Formaður Leikfélags Hólmavíkur er Ingibjörg Emilsdóttir.