30/10/2024

Lýst er eftir leikara

Leikfélag Hólmavíkur sárvantar eitt stykki leikara til að taka þátt í uppfærslu á stuttu gamanstykki sem ætlunin er að setja upp og sýna á skemmtikvöldi í október. Ekki eru gerðar miklar kröfur til viðkomandi, helst þær að hann sé karlkyns eða líti að minnsta kosti út fyrir að vera karlkyns. Allir karlar sem vilja spreyta sig í viðráðanlegu litlu verki eru því hvattir til að hafa samband við Ásu Einarsdóttur formann Leikfélagsins í síma 456-3626 – fljótt, í snatri og undireins.