22/12/2024

Lömbin komin á stjá

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is rakst á einn öruggan vorboða í Steinadal um helgina. Þar voru snemmbornar ær komnar með lömbin sín út á túnið sem dálítið er farið að grænka og auðvitað var smellt af þeim myndum. Eins gat ljósmyndarinn auðvitað ekki stilt sig um að smella mynd af skemmtilegri merkingu á heiðarveginum yfir Steinadalsheiði, í ljósi þeirra ályktana sem sveitarstjórnir hafa gert um vegamál á Ströndum. Einn vorboðinn hér á Ströndum er vissulega þegar heiðarvegirnir sem aðeins eru opnir yfir sumartímann eru opnaðir, Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.

Ljósm. Jón Jónsson