30/10/2024

Lognið og ljósið

Það er oft fallegt á Hólmavík í logninu, svo ekki sé nú talað um þegar sólin gyllir himinn og haf. Þannig stemmning var einmitt á Hólmavík í morgun og til að toppa daginn og útsýnið út Steingrímsfjörðinn léku hvalir sér skammt frá landi. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is sem hafði skroppið til Hólmavíkur fékk lánaða myndavél til að festa dýrðina á filmu, en náði að vísu ekki að festa hvalina á minniskubbinn. Á degi sem byrjar svona eru menn ekkert að ergja sig yfir smámunum, en taka lífinu og tilverunni fagnandi.

Ljósm. Jón Jónsson