22/12/2024

Logn og blíða, en kalt við Steingrímsfjörð

IMG_0044 (2)

Afskaplega fallegt veður var á Ströndum í dag, logn og blíða. Þó var býsna kalt við Steingrímsfjörðinn, þar sem myndatökumaður var á ferðinni í morgun og smellti af nokkrum myndum til að fanga hauststemmninguna. Næstu daga spáir hlýrri vindum úr suðaustri, þannig að veturinn er ekki kominn til að vera á Ströndum.

IMG_0038 (2) IMG_0043 (2) IMG_0045 (2) IMG_0048 (2) IMG_0050 (2)

Við Steingrímsfjörð – ljósm. Jón Jónsson