30/10/2024

Ljósmyndasýning í síldarverksmiðjunni í Djúpavík

Laugardaginn 18. júlí kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Claus Sterneck www.clausinisland.de og Tina Bauer www.iceland-photography.com. Sýningin verður opin fram í byrjun september og allir eru hjartanlega velkomnir, hvort heldur sem er á opnunina eða sýninguna sjálfa. Margar af myndunum eru teknar í Djúpavík og nágrenni og er myndin sem fylgir hér með tekin af Claus Sterneck. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða, Árneshrepp, Hótel Djúpavík og fleiri aðilum.