13/10/2024

Ljósmyndasýning barna á Ströndum

IndriðiMilli jóla og nýárs stóðu Brian Berg ljósmyndari frá Danmörku og Tinna Schram ljósmyndaranemi fyrir námskeiði fyrir börn á grunnskólaaldri á Hólmavík. Þau voru þá gestir í Skelinni, fræði- og listamannaíbúð Þjóðfræðistofu. Nú er komið að því að haldin verði ljósmyndasýning frá námskeiði Tinnu og Brian þar sem afrakstur erfiðisins hjá börnunum verður sýndur. Verður sýningin haldin á morgun, sun. 9. jan. kl. 16. 00 á Galdraloftinu í Galdrasafninu á Hólmavík. Allir eru velkomnir!

Einnig er hægt að skoða myndir frá börnunum á þessari slóð. Myndina sem fylgir þessari frétt tók Sigfús Snævar Jónsson af frænda sínum Indriða Sigmundssyni, þegar þátttakendur á námskeiðinu heimsóttu Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík.