22/12/2024

Ljósleiðari á Strandir?

Í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1 í morgun sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra orðrétt að "á Vestfjörðum væri til dæmis ekki búið að klára ljósleiðarahringtenginguna," og bætti síðan við: "Þetta er eitt af því sem við ráðumst í núna." Slík hringtenging myndi væntanlega hafa í för með sér að Strandir kæmust í ljósleiðarasamband en ekkert slíkt er fyrir hendi nú. Skortur á ljósleiðaratengingu á Ströndum og lítil flutningsgeta kerfisins hvað varðar tölvu- og símasamband frá og til Stranda hafa eftir því sem best er vitað verið veruleg fyrirstaða fyrir framförum í fjarskiptamálum til þessa, bæði á Hólmavík, Drangsnesi og í dreifbýli.