22/12/2024

Litróf á Hólmavík á sunnudag

Iris Kramer og Hrólfur VagnssonTrompetleikarinn Íris Kramer og harmonikuleikarinn Hrólfur Vagnsson frá Bolungarvík halda tónleika sem þau kalla Litróf í Hólmavíkurkirkju næstkomandi sunnudag, 4. maí kl. 16:00. Í þessu litríka prógrammi gefst áheyrendum kostur á að heyra lög og verk eftir Piazzolla, Gillespie, Chick Corea, Nordheim sem og eigin lög tónlistarmannanna – tango, jazz, klassik og spuna. Iris Kramer leikur m.a. á trompet , fluegelhorn, althorn, alpahorn og Cajon, en Hrólfur Vagnsson á harmonikku. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestfjarða og eru hluti af tónleikaröð um alla Vestfirði.