03/05/2024

Litlu jólin í Árnesi

Litlu-jólin voru haldin í félagsheimilinu í Árnesi í gærkvöld. Kvenfélag Árneshrepps og Árneshreppur buðu hreppsbúum upp á jólahlaðborð ásamt Finnbogastaðaskóla. Nemendur skólans sáu um skemmtiatriði og skólastjóri las jólasögu. Síðan var gengið í kringum jólatré og þá komu jólasveinar í heimsókn. Að síðustu var farið í ýmsa leiki. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Árneshreppi – Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík (www.litlihjalli.it.is) var á staðnum og smellti af þessum myndum.

Ljósm.: Jón G.G.