23/12/2024

Litlu jólin á Hólmavík

Það var gleði og gaman á Litlu-jólum Grunn- og Tónskólans á Hólmavík í vikunni. Þar stigu allir nemendur skólans á svið og var mikið um dýrðir. Heilu leikritin og söngatriðin voru sýnd og var samdóma álit áhorfenda að sýningin hefði verið óvenju krafmikil að þessu sinni. Ný útgáfa af helgileiknum vakti mikla lukku og fleiri skemmtileg leikrit og söngvar. Oft hjálpuðu kennarar til með atriðin og tóku jafnvel þátt í fjörinu sjálfir. Á eftir spilaði stórsveitin Grunntónn á jólaballi og um kvöldið var diskótek í skólanum. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina.

0

Mynd

atburdir/2011/640-j9.jpg

atburdir/2011/640-j7.jpg

atburdir/2011/640-j6.jpg

atburdir/2011/640-j5.jpg

atburdir/2011/640-j3.jpg

atburdir/2011/640-j2.jpg

atburdir/2011/640-j18.jpg

atburdir/2011/640-j16.jpg

atburdir/2011/640-j15.jpg

atburdir/2011/640-j13.jpg

atburdir/2011/640-j12.jpg

atburdir/2011/640-j11.jpg

atburdir/2011/640-j1.jpg

Litlu jólin á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson