Hlánað hefur á Ströndum og flughált er víðast á vegum sunnan Hólmavíkur, en ófært í Árneshrepp og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Einnig hefur hvesst nokkuð, en samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar getur orðið mjög hvasst á Ströndum úr suðvestri seinnipartinn og í kvöld eða á milli 23-28 m/s og á vefsíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er talað um að í dag verði mögulega versta veður vetrarins.