Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem haldinn var í Borgarnesi í dag, var framboðslisti fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í vor samþykktur. Í efsta sætinu er Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og í 2. sæti er Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna. Fulltrúi Strandamanna á framboðslistanum er Sigríður G. Jónsdóttir bóndi á Heydalsá sem er í 15. sæti. Áður hafa verið birtir hér á vefnum listar Framsóknarflokks og Samfylkingar, en aðra lista í kjördæminu er ekki búið að birta.
Á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi eru:
1. Einar Kristinn Guðfinnsson, 57 ára alþingismaður, Bolungarvík.
2. Haraldur Benediktsson, 46 ára bóndi, Akranesi.
3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, 46 ára viðskiptafræðingur, Tálknafirði.
4. Sigurður Örn Ágústsson, 42 ára forstjóri, Blönduósi.
5. Sara Katrín Stefánsdóttir, 27 ára geislafræðingur, Skagafirði.
6. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, 25 ára lögfræðingur, Akranesi.
7. Rósa Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, 30 ára Grundarfirði.
8. Heiða Dís Fjeldsted, tamningarmaður og reiðkennari, 33 ára Borgarnesi.
9. Berglind Guðmundsdóttir, tanntæknir, 39 ára Hvammstanga.
10. Díana Ósk Heiðarsdóttir, verslunarstjóri, 42 ára Búðardal.
11. Gunnar Atli Gunnarsson, lögfræðinemi, 24 ára Ísafirði.
12. Guðmundur Kjartansson, 57 ára viðskipta-og hagfræðingur, Reykholti.
13. Einar Brandsson, 50 ára tæknifræðingur, Akranesi.
14. Jens Kristmannsson, 71 árs Ísafirði.
15. Sigríður G. Jónsdóttir, 36 ára bóndi Hólmavík.
16. Ásbjörn Óttarsson, 50 ára alþingismaður, Rifi.