22/12/2024

Lífið er grásleppa

Grásleppuveiðin hefur verið góð á Drangsnesi í vor þrátt fyrir leiðinlegt verður á köflum og hvergi á landinu hefur meiru verið landað en þar. Hjá Fiskvinnslunni Drangi ehf var í gær búið að salta í 870 tunnur, sem eru 10 tunnum fleiri en á allri vertíðinni í fyrra. Útlit er fyrir gott verð og er talað um rúmar 100 þúsund kr fyrir tunnuna. Alls landa 16 bátar hjá fiskvinnslunni og byrjaði sá fyrsti um 20. mars. Mikil stemming er hjá "grásleppuköllum" og bíða þeir spenntir eftir nýjustu tölum eftir hverja viku. Í gær var bræla, en í dag verður Fiskvinnslan Drangur ehf með vorfagnað þar sem starfsfólk og sjómenn koma saman, og verður án efa farið yfir málin þar.

Vertíðin hefur gengið vel