07/10/2024

Lélegt netsamband hjá Símanum?

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur undanfarna viku ítrekað sent tölvupóst á upplýsingafulltrúa Símans með fyrirspurn um stöðu ADSL-tengingar til Hólmavíkur. Engin viðbrögð hafa borist og er engu líkara en upplýsingafulltrúinn hafi gufað upp þegar eigendur Símans reiddu fram milljarðana fyrir kaupin á fyrirtækinu af ríkinu. Heyrst hefur að ADSL tengingunni verði komið á um miðjan nóvember en það hefur ekki fengist staðfest né heldur hvort stafrænar sjónvarpsútsendingar fylgja pakkanum. Vel yfir 30 aðilar á Hólmavík skuldbundu sig til áskriftar á ADSL tengingu í byrjun árs.