22/12/2024

Leikur að litum á Hótel Djúpavík

Mikið verður um að vera að venju á Hótel Djúpavík í sumar. Í júní og júlí verður uppi sýningin Leikur að litum í matsal hótelsins, en þar er um að ræða myndverk úr þæfðri ull eftir Helgu Agnars Jónsdóttur. Helga hefur unnið ýmsa muni úr ull síðustu ár og allar myndirnar eru eingöngu úr íslenskri ull og handunnar. Þetta er hennar fyrsta sýning. Um helgina 15.-16. júní verður Heiða í Unun gestur hótelsins og mun verða með tónleika, nánari upplýsingar eru gefnar á Hótel Djúpavík í síma 451-4037. Þann 24. júní verður síðan eitt af vel þekktum kaffihlaðborðum hótelsins og þau verða síðan fleiri í júlí og ágúst.