11/10/2024

Leiklistarnámskeið á Ströndum

Dagana 7.-11. nóvember mun Arnfirðingurinn Elvar Logi Hannesson halda almennt leiklistarnámskeið á Hólmavík. Kennd verður öndun, framsögn og fleira sem tilheyrir leiklistinni. Kennt verður 5 kvöld í röð. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og í dreifibréfi Leikfélags Hólmavíkur eru bæði óreyndir og reyndir leikarar, kórfólk og aðrir söngvarar, sveitarstjórnarmenn og allir aðrir sem þurfa að koma fram opinberlega hvattir til að mæta. Skráning er í síma 865-3838.