26/12/2024

Leiklestur á Klerkum í klípu

Fimmtudaginn 12. janúar n.k. verður Leikfélag Hólmavíkur með leiklestur á hinu gamalkunna gamanleikriti Klerkar í klípu eftir Philip King klukkan 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Allir sem hafa áhuga á að starfa með við uppsetningu á vorverki félagsins eru hvattir til að mæta, einnig þeir sem vilja gera eitthvað allt annað en að leika en fjölda starfa þarf að inna af hendi til að koma upp einni leiksýningu. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að láta sjá sig og kynnast starfseminni en í tilkynningu frá leikfélaginu segir að frekar erfitt hafi verið að fá karlmenn til að taka þátt og eru þeir því sérstaklega hvattir til að koma og vera með.