05/11/2024

Bein netsending frá súpufundi gekk vel

Á vikulegum súpufundi Þróunarsetursins og Arnkötlu 2008 í dag kynntu hjónin í Húsavík kjötframleiðsluna Strandalamb. Mjög  góð mæting var á fundinum en 25 manns mættu í holdi og blóði og að auki 20 manns í gegnum netheima. Súpufundurinn var sendur út í fyrsta sinn beint á netinu og það er óhætt að segja að vel hafi til tekist. í lok fundarins birtist könnun á skjánum hjá netdvalarfólkinu þar sem leitað var upplýsinga um hvaðan fólk tengdi sig og hvernig hljóð og mynd hefði verið. Niðurstöður könnunarinnar birtast hér að neðan ásamt myndum frá fundinum en það er alveg ljóst að framhald verður á þessum útsendingum miðað við viðbrögð þátttakenda. Fyrstu endurbætur verða að koma upp betri hljóðnema fyrir útsendinguna og hvetja notendur enn betur til að nota höfuðtól í stað hátalaranna í tölvunum. Búnaðurinn sem notaður var heitir Netviewer og er keyrður á vefþjóni hjá Þekkingu hf.

Súpufundur í beinni
Við viljum þakka þér fyrir komuna og biðja þig um leið að
taka þátt í þessari litlu könnun fyrir okkur.

Hvaðan tengdir þú þig inn á fundinn?
Árneshreppi – 1 svar
Drangsnesi –
1 svar
Kaldrananeshreppi utan Drangsness (Bjarnar.fj. – Steingr.fj.) –
1 svar
Hólmavík – 2 svör
Strandabyggð dreifbýli – 2 svör
Annars staðar af landinu –
9 svör
Erlendis frá – 1 svar
Hvernig gekk þér að átta þig á fundarkerfinu?
Vel – 11 svör
Sæmilega
5 svör
Illa – 0 svör
Hvernig var hljóðið hjá þér?
Gott – 3 svör
Sæmilegt –
10
svör
Ófullnægjandi – 2 svör
Notaðir þú heyrnartól eða hátalara frá tölvunni?
Heyrnartól –
5 svör
Hátalara frá tölvunni – 11 svör
Hvernig voru gæði kvikmyndarinnar hjá þér?
Góð – 1 svar
Sæmileg –
10
svör
Slæm – 4 svör
Sá hana aldrei. (Áttaði mig ekki á hvernig átti að kveikja á
henni.) – 1 svar
Getur þú hugsað þér að nýta þér aftur þessa lausn til að sækja
súpufund?

Já  – 16 svör
Nei – 0 svör
Fékkstu þér súpu yfir fundinum? 🙂
Já  – 2 svör
Nei  – 14 svör
Viltu koma einhverju á framfæri við okkur?
Frábært framtak að senda þetta svona út og verst að geta ekki borðað
súpuna með ykkur. Smá hnökrar að vísu en það er bara eitthvað til að laga.
Ég bind miklar vonir við þessa tækni og á eftir að vera virkur
fundargestur í framtíðinni. Þarf að finna lausn á video myndinni.
Mjög gaman að hægt sé að horfa á fundinn hér suður í Mosfellsbæ. Vona
að framhald verði á. Kærar kveðjur.
Til hamingju með þetta framtak ágætu hjón kveðja frá Reykjavík
Þetta gekk bara vel. Ég er stödd í Laugarholti og það er vel hægt að
nota þetta.
Gaman að vera í beinni með ykkur, mætti vera betra hljóð.
Þetta er flott lítur vel út og kemur tvímælalaust í staðinn fyrir
fjarfundabúnaðinn
Frábært framtak hjá ykkur Strandamenn 🙂 Kveðja frá Búðardal.
Hljóðið var ófullnægjandi. Best hjá Hafdísi.


Hafdís og Matthías sögðu frá kjötvinnslunni Strandalamb.


Sigurður var tæknistjóri.

frettamyndir/2010/580-supa2.jpg
Jón stýrði umræðum á eftir.

frettamyndir/2010/580-supa4.jpg
Unnið að stillingum.

Ljósm:. Kristinn Schram