30/10/2024

Landsmót í Hrútadómum næsta laugardag

Ráðherrann fyrrv. þuklarÞað verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum  laugardaginn 22. ágúst. Þá verður haldið í sjöunda skipti Landsmót í Hrútadómum, en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldin Bændahátíð og Þuklaraball í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem Bjarni og Stebbi spila fyrir dansi fram á rauða nótt. Strandamenn eru hvattir til að tryggja sér miða sem allra fyrst á hátíðina með því að senda póst á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is eða hringja í síma 451-3324 eða 661-2009.

Landsmótið í Hrútadómum hefst við Sævang kl. 14:00. Nóg annað verður um að vera; andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu kynslóðina, ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, Strandahestar bjóða upp á hestaferðir, ljúffengt kaffihlaðborð verður í boði í kaffistofu setursins, skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni og að sjálfsögðu verður farið í leiki á íþróttavellinum.

Um kvöldið kl. 20:00 hefst síðan Bændahátíð og Þuklaraball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður borðað holugrillað lambakjöt að hætti Strandamanna, Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sér um skemmtiatriðin og hinir frábæru hólmvísku tónlistarmenn Stebbi og Bjarni spila síðan undir dansi fram á rauða nótt. Aðgangur að bændahátíðinni og þuklaraballinu er kr. 5.500.- og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is eða í síma 661-2009 eða 451-3324. Aldurstakmark er 18 ár.