22/12/2024

Landnámssetrið fékk Eyrarrósina

Eyrarrósin 2007Landnámssetrið í Borgarnesi fékk í dag Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Með verðlaunagripnum, sem Steinunn Þórarinsdóttir gerði, fylgdi 1,5 milljóna króna fjárstyrkur til verkefnisins. Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands settu Eyrarrósina á stofn, en verndari viðurkenningarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem afhenti Eyrarrósina á Bessastöðum í dag. Á síðasta ári fékk rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður, Eyrarrósina og árið áður var það Strandagaldur sem fékk þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf.

Kjartan Ragnarsson, stjórnarformaður Landnámssetursins, sagði þegar hann tók við viðurkenningunni, að næsta frumsýning í setrinu yrði Sturlunga í meðförum Einars Kárasonar. Þrjú verkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2009: Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði; Landsnámssetur Íslands í Borgarnesi og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.