Í tilefni af Viku símenntunar er boðið til opinnar kynningar á fjarfundabúnaði Strandabyggðar og námskeiðsframboði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ströndum. Kynnt verður hvernig fjarfundabúnaður er notaður, rætt um þá möguleika sem hann opnar og farið yfir námskeið sem verða í boði á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar. Á fundinum verður jafnframt rætt um stöðu mála og hugmyndir íbúa á svæðinu varðandi fjarnámsver. Kynningin hefst kl. 20:00, miðvikudaginn 27. september í Grunnskólanum á Hólmavík.
Vika símenntunar er nú haldin í sjöunda sinn hér á landi. Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, sér um framkvæmd og skipulagningu verkefnisins í samstarfi við símenntunarstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími á höfuðborgarsvæðinu.
Vika símenntunar er kynningar- og hvatningarátak og er markmiðið að vekja fólk til umhugsunar um að menntun er æviverk og að alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu.