22/12/2024

Kynjaverur á sveimi

Jólin nálgast og margvíslegar kynjaverur eru á sveimi á Ströndum nú þegar sól er lægst á lofti. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is varð vitni að því á dögunum að tveir jólasveinar, Þvörusleikir og Giljagaur, komu skyndilega út úr myrkrinu og álpuðust inn í flassljós myndavélarinnar. Sögðust þeir vera á leiðinni í Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík með poka fullan af gjöfum fyrir börnin og fóstrurnar. Aðspurðir sögðust þeir engar áhyggjur hafa af landsmálum og pólitík, það væru allt aðrir jólasveinar að fást við það. Það eina sem þeir hefðu áhyggjur af væri að borða of mikið.

bottom

frettamyndir/2009/580-jolarkarlar2.jpg

Þvörusleikir og Giljagaur – ljósm. Ásdís Jónsdóttir