22/12/2024

Kvennakórinn Norðurljós á landsmót

Í dag, föstudaginn 29. apríl, leggur kvennakórinn Norðurljós land undir fót og mun taka þátt í Landsmóti kvennakóra sem haldið er á Selfossi dagana 29. apríl til 1. maí. Þar munu kórkonur ásamt um 600 öðrum konum æfa saman og syngja á tónleikum bæði á laugardag og á sunnudag og eru Strandamenn syðra hvattir til að láta þá skemmtun ekki fram hjá sér fara. Kórinn mun koma fram ásamt nokkrum öðrum kórum í Selfosskirkju á laugardaginn kl. 16:00 og mun þar flytja 2 lög. Síðan verða sameiginlegir tónleikar á sunnudaginn kl. 15:00.  Þar munu kórarnir blandast og syngja í hópum og að lokum allir saman við undirleik Stórsveitar Suðurlands.

Stjórnandi kvennakórsins er Sigríður Óladóttir og  undirleikarar á Selfossi verða þeir Kjartan Valdimarsson og Gunnlaugur Bjarnason.

Undanfarin ár hefur Kvennakórinn Norðurljós haldið vortónleika sína þann 1. maí, en vegna landsmótsins munu vortónleikar frestast eitthvað fram eftir vorinu og verða auglýstir vel og dyggilega þegar að þeim kemur.