21/11/2024

Kvennadagurinn í dag

Konur um allt land ætla að leggja niður störf klukkan 14:08 í dag til að vekja athygli á launamismuni kynjanna og mikilvægi vinnuframlags þeirra en 30 ár eru liðin frá fyrsta baráttudegi kvenna sem haldinn var 24. október 1975. Strandakonur hafa skipulagt daginn og ætla að hittast og eyða eftirmiðdeginum saman. Konur í Árneshreppi ætla að koma saman við Grunnskólann á Finnbogastöðum kl. 14:00 og fara þaðan til Djúpavíkur og gera sér þar glaðan dag. Á Hólmavík munu konur hafa áhuga á að hittast í sundi og fara svo í kakó og vöfflur á Café Riis kl. 16:00 – 18:00, en dagskráin liggur þó ekki alveg fyrir í þessum skrifuðum orðum.