02/01/2025

Kvartett Camerata tekur upp disk

Upptökur standa nú yfir á væntanlegum hljómdiski söngkvartettsins Camerata. Upptökur fara fram á Flateyri og er upptökustjóri Önundur Pálsson. Að sögn félaga í kvartettinum reikna þau með að upptökum ljúki upp úr miðjum maí og stefnir kvartettinn ótrauður að útgáfutónleikum nú í haust. Kvartettinn hefur starfað óslitið frá árinu 2001 og hann skipa þær systur Mariola og Elzbieta Kowalczyk og Magnús Ólafs Hansson sem öll eru Strandamenn búsett í Bolungarvík og með þeim syngur Steingrímur Þorgeirsson Ísafirði.

Systurnar

frettamyndir/2007/580-camerata3.jpg

Kvartettinn Camerata við upptökur