22/12/2024

Króksverk með lægsta tilboð í efnisvinnslu í Bitru

Í gær voru opnuð tilboð efnisvinnslu í Bitrufirði á Ströndum, en þar er um að ræða mölun á efra burðarlagsefni og klæðingarefni í einni námu. Króksverk ehf á Sauðárkróki átti lægsta tilboð, tæpar 23,8 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður var tæpar 33,5 milljónir. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2009, en fréttaritari telur líklegt að nota eigi efnið í bundið slitlag í Bitrufirði þar sem unnið var að breikkun vegarins í fyrrahaust á vegum Vegagerðarinnar.

Helstu magntölur eru:

Efni í efra burðarlag

16.000

m3

Efni í klæðingu

2.600

m3

Grjótnám á opnum svæðum

14.500

m3

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Borgarvirki ehf. og Alexander Ólafsson, Hafnarfirði 33.921.000 101,3 10.136
Áætlaður verktakakostnaður 33.495.000 100,0 9.710
Myllan ehf., Egisstöðum 33.117.500 98,9 9.333
Brjótur sf., Hofsósi 32.478.700 97,0 8.694
Tak – Malbik ehf., Borgarnesi 25.979.100 77,6 2.194
Króksverk ehf., Sauðárkróki 23.785.000 71,0 0