22/12/2024

Krókaveiðin þokkaleg en varasöm

Bátar hafa verið að róa frá Drangsnesi þegar veður hafa ekki hamlað og hefur veiði verið þokkaleg að sögn Óskars Torfasonar hjá Fiskvinnslunni Drangi. Meðal þeirra báta sem þar leggja upp er Björg Hauks ÍS-127 frá Ísafirði og eru þeir skipverjar Bjargar þekktir fyrir stóra og góða ýsu og vel kælda. Í gær kom Björgin óvenju snemma í land því skipstjórinn varð fyrir því óláni að fá í sig krók rétt við auga og þurfti að leita sér aðstoðar í landi vegna þess. Vonandi hefur hann þó sloppið við teljandi meiðsl en krókurinn stakk sér í hægri augnkrókinn.