Kristján Sigurðsson heldur áfram sigurgöngu sinni í tippleik strandir.saudfjarsetur.is, en hann lagði Sigurð Marinó Þorvaldsson nokkuð örugglega í gær með þriggja stiga mun, 9-6. Úrslit leikjanna voru ekki óvænt miðað við bikarleiki og því græddi Siggi Marri lítið á spánni sinni sem byggði talsvert á því að litlu liðin næðu góðum árangri. strandir.saudfjarsetur.is þakka Sigga kærlega fyrir sinn þátt í leiknum og óska honum og Liverpool velfarnaðar á árinu. Hann hefur þegar skorað á tónlistarkennarann Bjarna Ómar Haraldsson á Hólmavík að keppa við Kristján á næstu helgi og því eru miklar líkur á vargöld í Grunnskólanum þessa vikuna. Úrslit helgarinnar og stöðuna í leiknum má sjá hér fyrir neðan, en þar er Kristján farinn að saxa duglega á forskot Jóns Jónssonar:
Staðan í leiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
3. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
4-5. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
4-5. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
6. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
7. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
8-12. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar
8-12. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
8-12. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
8-12. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
8-12. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.
LEIKIR |
ÚRSLIT |
KRISTJÁN |
SIGGI |
1. Watford – Bolton |
2 |
2 |
1 |
2. Luton – Liverpool |
2 |
2 |
2 |
3. Norwich – West Ham |
2 |
1 |
X |
4. Blackburn – QPR |
1 |
1 |
2 |
5. Sheff. Wed. – Charlton |
2 |
2 |
1 |
6. Millwall – Everton |
X |
2 |
2 |
7. WBA – Reading |
X |
2 |
X |
8. Ipswich – Portsmouth |
2 |
1 |
2 |
9. Torquay – Birmingham |
X |
X |
2 |
10. Derby – Burnley |
1 |
1 |
X |
11. Wolves – Plymouth |
1 |
1 |
1 |
12. Preston – Crewe |
1 |
1 |
1 |
13. Brighton – Coventry |
2 |
2 |
2 |
|
|
9 réttir |
6 réttir |