13/11/2024

Kristinn H. í þingflokk Frjálslyndra

Forseti Alþingis las við upphaf þingfundar nú klukkan 15:00 í dag tilkynningu um inngöngu Kristins H. Gunnarssonar í þingflokk Frjálslynda flokksins. Kristinn hefur skráð sig sem félaga í Frjálslynda flokknum og sat hann í dag sinn fyrsta formlega fund með þingflokknum. Þetta kom fram á visir.is. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort Kristinn verði á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi, en nú hafa allir listar í kjördæminu verið kynntir nema sá listi og svo listar hjá nýjum framboðum ef af þeim verður.