22/12/2024

Kristinn H. eða Magnús Stef?

Í kvöld verður talið í póstkosningu Framsóknarmanna um uppstillingu á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Talningin fer fram á Borðeyri og hefst kl. 20:00. Enn er hægt að koma atkvæðaseðlum til kjörnefndar og alveg þangað til talning hefst, en kjörnefnd skipa þau Sveinbjörn Eyjólfsson sem er formaður, Elfa Björk Bragadóttir, Ingi Björn Árnason, Inga Guðrún Kristjánsdóttir og Sveinn Bernódusson. Um 1300 atkvæðaseðlar höfðu skilað sér á skrifstofu flokksins samkv. frétt mbl.is fyrir fáum dögum, en 2600 eru á kjörskrá.

Mikil spenna er um hver mun skipa fyrsta sæti listans, en að því keppa þingmennirnir Magnús Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson. Strandamaður er í framboði í póstkosningunni – Heiðar Þór Gunnarsson verslunarrekandi á Boðeyri sem sækist eftir 3.-5. sæti.

Prófkjörið er bindandi fyrir fimm efstu sætin. Þó er niðurstaðan háð kynjakvóta um að í efstu þremur sætum skal vera í það minnsta einn af hvoru kyni og í fimm efstu sætum skulu vera í það minnsta tveir af sama kyni.