22/11/2024

Kristín Völundardóttir sýslumaður

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Kristínu Völundardóttur, 39 ára lögfræðing og deildarstjóra í einkamála- og borgaraskrifstofu dómsmálaráðuneytisins, í embætti sýslumanns á Hólmavík frá og með 1. janúar 2006. Á sama tíma tekur Áslaug Þórarinsdóttir, núverandi sýslumaður á Hólmavík, við sambærilegu embætti í Búðardal. Eins og kunnugt er færist lögreglustjórahlutverk sýslumannsembættisins á Hólmavík til Borgarness ef nýlegar tillögur komast í framkvæmd. Um leið og vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar nýjum sýslumanni hjartanlega til hamingju með starfið og býður Kristínu velkomna á Strandir, er bent á að heimamenn vona að hún flytji með sér úr dómsmálaráðuneytinu einhver verkefni sem skapi nokkur störf á Ströndum.