Alla þessa viku hafa fjórir kátir krakkar úr Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi dvalið á Hólmavík, gengið þar í skóla, tekið þátt í dansnámskeiði, félagsmiðstöð og íþróttaæfingum Geislans. Kennararnir í Finnbogastaðaskóla voru með í för og dvöldu í Steinhúsinu með nemendum skólans, sem eru Þórey í 1. bekk, Kári í 4. bekk, Ásta Þorbjörg í 5. bekk og Júlíana Lind í 8. bekk. Á vef Grunnskólans á Hólmavík er þeim þakkað kærlega fyrir vikuna og segir að það hafi verið ánægjulegt að taka á móti þeim og kynnast þessum frábæru krökkum. Hægt er að lesa fréttir og frásagnir og skoða myndir frá Finnbogastaðaskóla á vefnum www.strandakrakkar.blog.is og meðfylgjandi mynd er fengin þar.