23/12/2024

Kræsingar á Malarkaffi á Drangsnesi

Það verður líf og fjör á veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi um helgina, en á laugardagskvöldið verður boðið upp á glæsilegan matseðil, fjöldasöng og sprell og lifandi tónlist. Matseðillinn er girnilegur, en í forrétt verða rækjukokteill og grafinn silungur. Í aðalrétt verður birki- og blóðbergskryddað lambalæri og lundi í bláberjasósu, en ostakaka í eftirrétt. Verðið fyrir herlegheitin er 4.800.- á mann og vegna takmarkaðs sætafjölda þarf að panta borð í síma 461-4345 og 662-0806. Það verður síðan Ásdís Jónsdóttir sem sér um hljóðfæraslátt, fjöldasöng og þess háttar og má telja víst að Úr 50 senta glasinu og sambærilegir söngvar fá að hljóma.