Fréttatilkynning
Kór Neskirkju mun halda vortónleika í Kristskirkju á fimmtudagskvöldið, en daginn eftir er förinni heitið til Hólmavíkur og í Húnaþing, þar sem þrennir tónleikar verða haldnir. Kórinn syngur í Hólmavíkurkirkju þann 7. júní kl. 18:00, í Hvammstangakirkju þann 8. júní kl. 17:00 og í Þingeyrarkirkju þann 9. júní kl. 16:00. Efnisskrá tónleikanna er bæði fjölbreytt og falleg; en hún inniheldur m. a. verk eftir tónskáldin Hildigunni Rúnarsdóttur, G. A. Palestrina og Ola Gjeilo. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson.