22/12/2024

Kór Átthagafélags Strandamanna í söngferð um Strandir

Kór Átthagafélags Strandamanna er nú að halda af stað í sína árlegu vorferð. Að þessu sinni liggur leiðin norður á Strandir sem er sérstök ánægja fyrir kórinn. Kórinn heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 20 og í Árneskirkju laugardaginn 4. júní kl. 16. Stjórnandi kórsins er Krizstina Szklenár.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg, bæði innlend og erlend lög. Það er frítt inn á báða tónleikanna. Allir hjartanlega velkomnir.