22/12/2024

Kór Átthagafélags Strandamanna í Dómkirkjunni

Kór Átthagafélags Strandamanna syngur við messu í Dómkirkjunni á morgun, sunnudaginn 11. október. Messan hefst klukkan 11:00 og er það séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem prédikar. Stjórnandi kórsins er Kriztína Szklenár. Meðlimir kórsins vona að sem flestir Strandamenn verði með þeim við þessa messu.