11/11/2024

Konur og búvélar

Framundan er námskeið á Hvanneyri fyrir konur sem starfa við landbúnað eða hafa hug á að taka meira þátt í búskapnum. Námskeiðið er vettvangur fyrir konur í landbúnaði til að fá æfingu í að stjórna vélum af þekkingu og öryggi. Dráttarvélin er kynnt og innviðir hennar svo sem aflvél, orkunýting, drif, vökvabúnaður og tengingar, aðbúnaður ekils og stöðuleiki. Námskeiðið byggist að mestu upp á verklegri kennslu og sýnikennslu þar sem konur eru á meðal kvenna og fá að æfa sig á tækin. Námskeiðið getur verið góður grunnur að réttindanámskeiði til að fara með stjórn vinnuvéla.

Umsjón og kennsla á námskeiðinu er í höndum Grétars Einarssonar bútæknifræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið fer fram 24.-25. október og er verðið 22.900 kr. Skráningar og frekari upplýsingar hjá Ásdísi Helgu í síma 433 5033 eða í gegnum netfangið: endurmenntun@lbhi.is

Yfirlit yfir öll námskeið á vegum endurmenntunardeildar LbhÍ er að finna á heimasíðu skólans www.lbhi.is  undir Endurmenntun – þar er einnig hægt að skrá sig á viðkomandi námskeið! Hægt er að sækja um stuðning vegna þátttöku á námskeiðum hjá ýmsum stéttarfélögum sem og til starfmenntasjóðs bænda, sjá www.bondi.is.