Göngugarparnir Bjarki Birgisson, sundþjálfari, og Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi í Kollafirði, komu til Blönduóss í morgun, en þeir Bjarki og Guðbrandur ganga nú hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni Haltur leiðir blindan. Bjarki er hreyfihamlaður og Guðbrandur er nærri blindur. Þeir félagar hyggjast eyða deginum á Blönduósi og gista þar í nótt.Þeir segja að hundar landsins hafi að mestu látið hjá líða að fylgja þeim félögum spotta og spotta en kýr landsins væru mun uppnæmari fyrir göngu þeirra og höfðu þeir Guðbrandur og Bjarki svolitlar áhyggjur af því að nytin hefðu eitthvað lækkað.
Megintilgangur ferðar þeirra félaga er að vekja athygli á málefnum fatlaðra og langveikra barna.
Þetta kom fram á mbl.is og vefsíða þeirra er á slóðinni www.gangan.is.