Fyrirhugað er að halda dansnámskeið á Hólmavík fyrir börn og fullorðna dagana 21.-27. janúar.
Nemendum í 1.-10. bekk Grunnskólans verður kennt í sex skipti, klukkustund í senn, í aldursskiptum hópum og fylgir tímaplan hér neðar. Kennt verður m.a. Rock’n’roll, gömlu dansarnir, hópdansar og samkvæmisdansar. Námskeiðið kostar 5.500 kr. og er 50% systkinaafsláttur fyrir þriðja barn og ókeypis fyrir fjórða barn og fleiri. Fyrir fullorðna verður boðið upp á kvöldnámskeið þar sem aðaláherslan verður á sveiflu (swing), sem svipar mjög til gamla tjúttsins. Verð fyrir þriggja kvölda námskeið er 2.000 kr. Ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga.
Tímasetningar eru sem hér segir:
1.-3. bekkur kl. 14:00 – 15:00
4.-6. bekkur kl. 15:00 – 16:00
7. -10. bekkur kl. 16:00 til 17:00.
Fullorðnir á kvöldin ef þátttaka næst.
Leiðbeinendur verða hjónin Daníel Sigurðsson og Bergrós Ólafsdóttir, sem starfa með samtökunum Komið og dansið í Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar hjá Daníel í síma 615-2082 (eftir klukkan 17.00) eða á netfangið: dannisig@isl.is.